Við blásum til
stjórnarskiptafundur í veitingahúsinu Nauthóli fimmtudaginn 23. júní. Frá þeim
ágæta stað er einstakt útsýni yfir á Kársnesið góða í Kópavogi.
Þetta verður
vönduð kvöldstund og skemmtileg að hætti Borga. Á þann hátt bindum við
enda á tímabil heimsfaraldurs og horfum björtum augum fram á veginn.
Þátttökulisti gekk á fundiinum 9. Júní og er útlit fyrir ágæta þátttöku. Brýnt er að þeir sem ekki hafa
skráð sig nú þegar geri það sem fyrst en hægt er að
skrá sig til þátttöku inni á facebook síðu klúbbsins allt fram til 19. júní. Dagskrá:
Dagskrá:
Fordrykkur
kl.18.30
Borðhald - kl. 19.15
Þriggja rétta kvöldverður:
Humarsúpa að hætti Nauthóls
Lambahryggvöðvi á beini og lambaskanki, steikt smælki, rótargrænmeti og
sinneps kartöflumousse. Borinn fram með púrtvínssósu og sólselju.
Frönsk súkkulaðikaka með pistasíuhnetum vanilluís og ávextir.
Veislustjóri: Málfríður Kristiansen.
Ræðumaður: Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Skemmtiatriði: Guðjón Davíð Karlsson og Hallgrímur Ólafsson,
öðru nafni Gói og Halli Melló, leikarar við Þjóðleikhúsið, skemmta okkur
með leik og söng.