Jón Karl Ólafsson, umdæmisstjóri Rótarý, verður gestur Borga á fundi næsta fimmtudag, 12. september. Í nýlegu fréttabréfi segir hann meðal annars: "Mig langar að hvetja alla félagsmenn, að koma á þessa fundi. Ég vil að sjálfsögðu hitta sem flesta vini og félaga í öllum klúbbum, en einnig vil ég f ... Jón Karl Ólafsson, umdæmisstjóri Rótarý, verður gestur Borga á fundi næsta fimmtudag, 12. september. Í nýlegu fréttabréfi segir hann meðal annars: "Mig langar að hvetja alla félagsmenn, að koma á þessa fundi. Ég vil að sjálfsögðu hitta sem flesta vini og félaga í öllum klúbbum, en einnig vil ég fá sjónarmið sem flestra um stefnumál okkar og framtíð." Þriggja mínútna erindi flytur Birna Bjarmadóttir.
Næsti fundur bókaklúbbsins verður laugardaginn 14. september. kl. 11:00 í húsakynnum Rótarý Ísland að Suðurlandsbraut 54. Þetta er jafnframt fyrsti fundur klúbbsins á starfsárinu. Klúbburinn er fyrir félaga í Rótarý Borgum og eru allir hvattir til að taka þátt. Þetta eru óformlegir fundir þar sem ... Næsti fundur bókaklúbbsins verður laugardaginn 14. september. kl. 11:00 í húsakynnum Rótarý Ísland að Suðurlandsbraut 54. Þetta er jafnframt fyrsti fundur klúbbsins á starfsárinu. Klúbburinn er fyrir félaga í Rótarý Borgum og eru allir hvattir til að taka þátt. Þetta eru óformlegir fundir þar sem fjallað er um viðkomandi bók, drukkið kaffi og borðað eitthvað sætt með. Fundirnir eru u.þ.b. klukkutíma í hvert skipti. Fyrir næsta fund ætlum við lesa eftirfarandi bók og ræða hana á fundinum:"Ósýnilegi verndarinn" eftir Dolores Redondo. Útgefandi Forlagið, 2017, Kiljuútgáfa. Bókin er fyrsta bindið í nýjum glæpasagnaþríleik sem gerist í Baskalandi þangað sem við stefnum í haust.