Laugardaginn 7. sept. kl.12.00 verður gróðursetningaferð upp í Selborgir, auk þess sem skilti fyrir trjáræktarsvæðið okkar verður sett upp í tilefni 25 ára afmælisárs klúbbsins. Freyja ætlar að nesta okkur og að sjálfssögðu verður gammel með í för. Vonum að sem flestir mæti, með maka og börn eftir aðstæðum. Lausleg könnun á mætingu verður á fundi 5. september.
Vegurinn er fær öllum bílum, en hann er grófur síðasta spölinn, svo gott er að sameinast í bíla ef þörf krefur. Nánar um það og leiðarlýsingu þegar nær dregur.