Ferð í Selborgir

laugardagur, 7. september 2024 12:00, Selborgir

Laugardaginn 7. sept. kl.12.00 verður gróðursetningaferð upp í Selborgir, auk þess sem skilti fyrir trjáræktarsvæðið okkar verður sett upp í tilefni 25 ára afmælisárs klúbbsins. Freyja ætlar að nesta okkur og að sjálfssögðu verður gammel með í för. Vonum að sem flestir mæti, með maka og börn eftir aðstæðum. Lausleg könnun á mætingu verður á fundi 5. september.

Vegurinn er fær öllum bílum, en hann er grófur síðasta spölinn, svo gott er að sameinast í bíla ef þörf krefur. Nánar um það og leiðarlýsingu þegar nær dregur.

Leiðin í Selborgir

Hér er kort af leiðinni að Selborgum en hægt er að beygja af Hringvegi (1) rétt áður en kemur að þar sem akgreinarnar eru aðskildar (Leið A) og móts við Lækjarbotna (Leið B). Athugið að á bakaleiðinni er einungis hægt að taka vinstri beygju við Leið A.