Stjórnarskiptafundur í umsjón Framkvæmdanefndar

fimmtudagur, 8. júní 2023 18:30-22:00, Hótel Borg
Fyrirlesari(ar):



Skipuleggjendur:
  • Emma Eyþórsdóttir

Stjórnarskiptafundur Borga 2023 verður haldinn fimmtudaginn 8. júní á Hótel Borg. Klúbburinn niðurgreiðir kvöldverðinn til félaga og stendur straum af skemmtiatriðum og öðrum kostnaði.

Skráning á þátttökulista á fundi 25. maí. Einnig er hægt er að skrá sig til þátttöku á facebook síðu klúbbsins allt fram til 31. maí

Mæting kl.18.30

Stjórnarskiptafundur settur kl.19.00

Þriggja rétta kvöldverður:

· Rjómalöguð og koníaksbætt humarsúpa

· Piparsteik – smjörsteikt nautalund, grænpipar, koníaksrjómasósa, gratin kartöflur

· Berjasorbet með bláberjum og jarðarberjum.

Þeir sem óska eftir grænkeraréttum (vegan) eða hafa aðrar séróskir varðandi matinn eru beðnir að láta vita um það, með því að senda tölvupóst á verðandi forseta (emmaeyth@gmail.com) fyrir 31. maí næstkomandi.

Veislustjóri: Snorri Konráðsson

Ræðumaður: Unnur Björgvinsdóttir

Skemmtiatriði: Vigdís Ásgeirsdóttir og Sigurjón Alexandersson flytja latinskotinn jazz og dægurlög.

Verð fyrir klúbbfélaga er kr. 9.000 og makar/gestir greiða kr. 14.000. Greiða þarf fyrir matinn með millifærslu á reikning Borga í síðasta lagi 31. maí. Reikn 0536 26 005757, kt.570500 3760