Rótarýfundur
fimmtudagur, 2. júní 2022 07:45-08:45, Húsnæði Fornbílaklúbbsins við Ögurhvarf 2
Fyrirlesari(ar): Fyrirlesari fundarins er Eydís Mary Jónsdóttir, sem mun fjalla um Íslenska matþörunga (ofurfæðu úr fjörunni). Þriggja mínútna erindi flytur Þórhildur Ólöf Helgadóttir. Bjarki Sveinbjörnsson stýrir fundinum í fjarveru forseta.
Á fundinum verður látinn ganga mætingalisti fyrir stjórnarskiptafundinn sem verður 23. júní á Nauthól og einnig erum við að undirbúa gróðursetningardag í landinu okkar á Selfjalli þriðjudaginn 7. júní.
Fundurinn er í umsjón umhverfis- og tómstundanefndar. Formaður er Guðrún Eggertsdóttir.