Rótarýfundur

fimmtudagur, 12. maí 2022 18:00-21:00, Borgir - safnaðarheimili Hábraut 1 200 Kópavogur
Fundurinn er í umsjón rótarýsjóðs- og fræðslunefndar, formaður er Heiðrún Hákonardóttir.  Fundurinn verður svokallaður vinafundur og athugið breyttan fundartíma.
Hér eru svo skilaboð frá formanni nefndarinnar sem hefur umsjón með fundinum: 
Sæl kæru félagar.
Athugið að fundurinn 12. maí verður kl.18.00-20.00 en ekki morgunfundur eins og venjulega.
Fundurinn er í umsjón Rótarý og fræðslunefndar og er svokallaður Vinafundur, þar sem við tökum með okkur einn gest sem við viljum að kynnist klúbbnum okkar og rótarý.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Kl. 18:00 Fordrykkur og spjall
Því næst verður boðið upp á kvöldmat, - Pönnusteiktan þorskhnakka, kóngasveppa risotto með epla og calvados gjáa.
Kaffi og konfekt.
Maturinn kemur frá Eiriksson Brasserie ehf á Laugavegi 77.
Kl.19:00 hefst fundur sem Guðríður Helgadóttir stýrir.
Efni fundarins eru 6 örerindi flutt af fimm klúbbfélögum og einum gesti. Inn á milli verða tónlistaratriði og vísnahorn.
Fundi lýkur kl. 20:00.
Þátttökulisti gekk á síðasta fundi og verður aftur látinn ganga á næsta fundi 5. maí en það er síðasti fundur fyrir Vinafundinn.
Klúbburinn greiðir alla drykki á fundinum ásamt mat klúbbfélaga en þið greiðið mat fyrir ykkar gest sem er 5.000.-
Endilega skráið ykkur á næsta fundi eða með því að senda mér póst á netfangið heidrunhakonar@gmail.com í síðasta lagi sunnudagskvöldið 8. maí.
Það er vor í lofti og gott að geta loksins brotið upp hefðbundið fundarstarf.
Með von um góða þátttöku.
Heiðrún Hákonardóttir