Fundurinn er í umsjón starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir. Fyrirlesari fundarins verður Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar). Hann ætlar að fjalla um eitthvað sem tengist jörðinni og geimnum, eitthvað skemmtilegt með dassi af alvöru. Þriggja mínútna erindi verður í höndum Unnar Björgvinsdóttur.