Laugardaginn 27. apríl sl. fóru félagar í
Borgum í göngu um miðbæinn undir leiðsögn Önnu Drafnar Ágústsdóttur sagnfræðings
og Guðna Valberg arkitekts. Þau eru höfundar bókanna Laugavegur og Reykjavík sem ekki
varð. Fjallað var um nokkrar þekktar opinberar byggingar eins og Safnahús
við Hverfisgötu, Þjóðleikhúsið og Alþingishúsið. Einnig var stiklað á stóru í
sögu og þróun neðsta hluta Laugavegar og Bakarabrekku/Bankastrætis. Gefið var
yfirlit yfir arkitektúrinn, sögu húsanna og með í för voru tölvugerðar myndir
af hugmyndum sem ekki urðu að veruleika. Gengið var frá Arnarhóli, að
Þjóðleikhúsingu, upp á Laugaveg og þaðan niður að Alþingishúsinu.
Sögugangan var í umsjón menningarmálanefndar,
en formaður er Rannveig Guðmundsdóttir. Bent er á að hægt er að nálgast eintök
af bókinni hjá höfundum eða Ágúst Inga verðandi forseta Borga (faðir Önnu
Drafnar).
Rótarýfélagar í Borgum þakka þeim Önnu Dröfn
og Guðna Valberg kærlega fyrir góða leiðsögn og skemmtilegan morgun í miðbæ
Reykjavíkur.