Þúsundasti fundur Borga

fimmtudagur, 11. janúar 2024

Jólafundur Borga 14. desember síðastliðinn var fundur nr. 1000 frá stofnun klúbbsins. Af því tilefni fór Sigurrós Þorgrímsdóttir stofnfélagi í Borgum yfir forsögu þess að klúbburinn var stofnaður. Þar kom m.a. fram að klúbburinn var stofnaður 13. apríl árið 2000 sem blandaður klúbbur karla og kvenna. Af 32 stofnfélögum komu 12 úr Rótarýklúbbi Kópavogs, þ.e. móðurklúbbi Borga. Sigurrós sagði frá skjali með stofnfundargerð Borga, sbr. hlekk hér að neðan. Í skjalinu er m.a. gerð grein fyrir dagskrá stofnfundar, samþykktum og ávörpum frá öðrum klúbbum.

Sigrurós Þorgrímsdóttir sagði frá aðdraganda og stofnfundi Borga.