Haustplöntun í Selborgum

laugardagur, 30. september 2023

Haustplöntun í Selborgum fór fram síðla dags þann 27. september. Veður var stillt 12°C, en rigning á köflum. Það voru 12 vaskir félagar sem mættu og 2 gestir. Annar gesturinn var Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. Hann hafði komið plöntum, verkfærum og þörungamjöli á staðinn, auk þess að merkja leiðina. Hinn gesturinn var Guðrún Sigurjónsdóttir, skógarbóndi. Alls voru 260 bakkaplöntur af birki gróðursettar. Gerð var hola fyrir hverja plöntu og hrossataði blönduðu þörungamjöli bætti í holuna fyrir gróðursetningu. Verkið vannst vel enda g-in 3 með í för, góða skapið, gammel og pönnsur.