Þann 8. júní var haldinn stjórnaskiptafundur í Borgum á Hótel Borg.
Kristján Gíslason og Gunnsteinn Sigurðsson fengu Paul Harris merki vegna starfa fyrir klúbbinn og Sunnuhlíð. Matforeldrum okkar þeim Freyju Helgadóttur og Kjartani Tómassyni voru færð blóm og þakkir fyrir liðið starfsár. Flutt var skýrsla stjórnar.
Nýja stjórnin er þannig skipuð : Emma Eyþórsdóttir forseti, Heiðrún Hákonardóttir ritari, Anna Linda Aðalgeirsdóttir gjaldkeri og Sveinbjörn Sveinbjörnsson stallari. Viðtakandi forseti 2024-2025 er Ágúst Ingi Jónsson.
Eftir fund tók Snorri Konráðsson við veislustjórn. Ásdís Magdalena Þorvaldsdóttir lék nokkur lög á pianó. Unnur Björgvinsdóttir flutti ræðu kvöldsins. Vigdís Ásgeirsdóttir söng nokkur lög við undirleik
Sigurjóns Alexanderssonar.