Góður þáttur á RÚV um félaga okkar Garðar Cortes á RÚV.
„Í hæstu hæðum“ þáttur um Garðar Cortes.
Fjallað er um Garðar Cortes, sem hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 16. júní 2017 þegar Gríman var afhent. Hann hlaut verðlaunin fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Garðar stofnaði Íslensku óperuna 1978, með það að markmiði að gefa íslenskum söngvurum tækifæri til að vinna að list sinni. Rætt er við hann og samferðarfólk hans í gegnum tíðina. Garðar Cortes lést 14. maí s.l. á 83. aldursári.
Tengill á þáttinn
Einnig hægt að afrita https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-05-29/5317440