Bókaklúbburinn

sunnudagur, 7. maí 2023

Lilja

Síðastliðið haust var ákveðið að stofna bókaklúbb innan Rkl Borga. Stofnfundur var 3. nóv. 2022. 16 félagar mættu á fyrsta fundinn. Við höfum hist fimm sinnum í húsnæði Rótarýumdæmisins við Suðurlandsbraut.

Fimm titlar voru lesnir og oft sköpuðust fjörugar umræður og skiptar skoðanir komu fram.  Síðasti fundur bókaklúbbsins þetta vorið var haldinn laugardaginn 6. maí. Átta félagar mættir. Við ræddum um bókina "Þegar fennir í sporin" eftir Steindór Ívarsson. Fjörugur og skemmtilegur fundur.

Að loknum fundinum var tekin sú ákvörðun að lesa í sumar bókina "Lungu" eftir Pedro Gunnlaug Garcia, útg. Bjartur 2022. Bókin er gefin út bæði harðspjalda og með mjúkri kápu. Gæti þurft að panta hana á bókasöfnum.

Bókaklúbburinn er fyrir alla félaga Borga, gott væri að heyra í þeim sem hafa áhuga á að taka þátt næsta haust.  

Vetrarstarfið hefst laugardaginn 14. okt. 2023.