Þorrablót Rótarýklúbbsins Borga var haldið föstudaginn 10. febrúar í Fjörukránni í Hafnarfirði. Mæting var góð eða 49 manns, félagar og gestir. Þorrablótið var mjög vel heppnað, góður matur, mikið var sungið og fólk skemmti sér vel.
Lárus Ásgeirsson flutti minni kvenna og Sigurrós Þorgrímsdóttir flutti minni karla og mæltist báðum prýðilega. Ræðumaður kvöldsins var Þóra Þórarinsdóttir. Þeim eru öllum færðar þakkir fyrir skemmtileg og vel flutt innlegg.
Margrét og Bjarnheiður sáu um undirbúning kvöldsins fyrir hönd skemmtinefndar sem þakkar fyrir skemmtilegt kvöld.