Bókaklúbbur

sunnudagur, 13. nóvember 2022

Bókaklúbbur

Á fundi í Rótarýklúbbnum Borgum var varpað fram hugmynd um stofnun bókaklúbbs.

Undirtektir voru afar góðar og á fyrsta fundi voru 15 manns skráðir til þátttöku. Félagar voru einhuga um að biðja Lilju Ólafsdóttur að vera í forsvari fyrir klúbbinn og í framhaldinu velja sér tvo félaga til aðstoðar.

Á þessum fundi komu margar bækur til tals og valið var að taka til lesturs bókina „Inngangur að efnafræði“ eftir hina bandarísku Bonnie Garmus. Þá var ákveðið að hittast eftir einn mánuð og ræða um bókina og höfundinn.  

Við erum þegar með golfklúbb, skógræktarhóp, leikhús- og matarsamkomur og bókaklúbbur er aukinn styrkur fyrir starf Rótarýklúbbsins Borga.

Bókaklúbburinn