Norðurskautsráð.
Ræðumaður dagsins var Magnús Jóhannesson, ráðgjafi í norðurslóðamálum í utanríkisráðuneytinu. Magnús á langan starfsferil og hann var m.a. siglingarmálastjóri. Hann lauk Meistaraprófi í efnaverkfræði frá háskólanum í Manchester og hann er félagi í Rótaryklúbb Reykjavíkur.
Erindi Magnúsar fjallaði um starfsemi Norðurskautaráðsins og greindi hann frá sögu þess, stofnun, skipulagi og hlutverki Íslands sem verður næst í formennsku. Ráðið var stofanað 1996 í Ottawa. Áhersla er lögð á samkomulag og samstarf með mikla áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni. Aðild eiga 8 ríki, þ.e. Norðurlönd, Bandaríkin, Rússland og Kanada auk frumbyggja á svæðinu. Ennfremur eru 39 áheyrnaraðilar, bæði ríki og samtök. Alls eru 6 vinnuhópar að störfum og árangur þessarar vinnu er m.a. ný sýn á loftslagsbreytingar og alþjóðasamningar um mengun. Árið 2013 var sett á laggirnar fastaskrifstofa Norðurskautaráðsins og þar starfa nú 14 starfsmenn. Meginþema í formennsku Íslands verður: Saman til sjálfbærni á Norðurslóðum