Annasamur dagur: Heimsókn umdæmisstjóra og skógrækt í Selborgum

föstudagur, 7. október 2022

Fimmtudagurinn 6. október var annasamur hjá Rótarýfélögum í Borgum. Morgunfundur var með hefðbundnu sniði og talaði Málfríður Klara Kristiansen í 3 mínútna erindi um áhugamál sín. Umdæmisstjóri Bjarni Kr Grímsson hélt fyrirlestur um rótarýstarfið og svaraði fyrirspurnum fundargesta. Að erindi loknu tóku við góðar umræður. 

Ekki var deginum þar með lokið, en seinni partinn lögðu galvaskir meðlimir land undir fót og fóru í skógræktarreitinn Selborgir. Þar hefur klúbburinn hefur fengið úthlutaðan landskika frá Kópavogsbæ til að planta trjám. Þá voru settir upp hanskar og mjöl borið á plönturnar til að undirbúa þær fyrir komandi vetur.

Bjarni Kr Grímsson umdæmisstjóri og Jón Pétursson forseti Borga.