Innanfélagsmót í golfi hjá Rótarýklúbbnum Borgum

mánudagur, 29. ágúst 2022

Innanfélagsmót í golfi hjá Rótarýklúbbnum Borgum, haldið í  Kiðjabergi 29.8.2022

 

Innanfélagsmót Borga í golfi hefur verið haldið síðan 2011 en féll niður í covid. Guðmundur Ásgeirsson gaf Golfbikar sem klúbbfélagar keppa um, en auk þess eru þrjár aðrar keppnir milli félaga og gesta.

Í mótið nú í ár voru skráðir 22 félagar og makar, en vegna veikinda þurftu tveir að hætta við (Covid enn að hrekkja okkur).

Allir fengu teiggjöf: Handklæði frá Eimskip og Gatorade orkudrykk.

Þegar keppni hófst var veðrið með eindæmum gott, logn og 15 gráðu hiti. Um tveimur tímum síðar gerði úrhellisrigningu sem varði reyndar í stuttan tíma en þá voru allir orðnir hundblautir. En svo stytti upp og flestir komu nokkuð þurrir í hús.

Að leik loknum var boðið upp á kjötsúpu og brauð og á meðan var skorið reiknað út.

Eins og venjan er keppnin punktakeppni með fullri forgjöf auk þess sem keppt er um besta skor í höggleik án forgjafar. Hámarksforgjöf hjá konum er 36 og hjá körlum 28. Konur léku almennt af rauðum teig og karlar af gulum, en kylfingar gátu einnig valið að leika af öðrum teigum og fengu þá leikforgjöf í samræmi við af hvaða teig er leikið.

 Verðlaun!

              Innanfélagsmót Borga

Sigurvegari í Innanfélagsmóti Borga þar sem eingöngu klúbbfélagar taka þátt, var Margrét Halldórsdóttir með 36 punkta og fékk hún afhentan bikarinn sem Guðmundur Ásgeirsson gaf ásamt vínflösku.

Í öðru sæti var Bergljót Kristinsdóttir með 33 punkta (með fleiri punkta en Rut á seinni 9) og fékk hún vínflösku.

Í þriðja sæti var Rut Hreinsdóttir líka með 33 punkta og fékk hún vínflösku.

Höggleikur án forgjafar.

Bergljót Kristinsdóttir fór á 91 höggi og fékk eignargrip og vínflösku 

Keppni milli allra sem taka þátt í mótinu – félagar og gestir – punktakeppni með forgjöf.

Sigurvegari var Dýrleif Egilsdóttir, maki Gunnsteins, með 38 punkta. Hlaut hún eignargrip og vínflösku
Í öðru sæti Margrét Halldórsdóttir með 36 punkta.
Í þriðja sæti Bergljót Kristinsdóttir með 33 punkta. 

Keppni milli maka rótarýfélaga  með forgjöf
Sigurvegari var  Dýrleif Egilsdóttir með 38 punkta. Rótarý brúsann.

Dregið úr skorkortum
Dregið úr skorkotum þeirra, sem ekki fengu verðlaun og voru á staðnum, þegar dregið var. Gjafirnar voru frá Landsbankanum í Hamraborg.

a)     Golfkúlur (8. pakkar)
b)     Húfur
c)     Handklæði
d)     Tí
e)     Bursta
f)      Flatargaffall

Að lokinni verðlaunaafhendingu bauð Gunnsteinn Sigurðsson, rótarý-félagi, og Dýrleif kona hans okkur heim í sumarhúsið sitt. Þar voru okkur boðnar léttar og góðar veitingar í yndislega húsinu þeirra. Félagar og gestir þakka innilega fyrir þetta góða boð hjá þeim Gunnsteini og Dillý.

Þrátt fyrir að veðrið hafi verið að stríða okkur og bleytt aðeins í okkur var þetta frábært og skemmtilegt mót með skemmtilegu fólki.

Það er von okkar sem sáum um að skipuleggja þetta mót að það verði haldið árlega. Leggjum við til að skipuð verði þriggja manna nefnd til að sjá um framkvæmd mótsins í framtíðinni. 




Mótið er að byrja

Púttað

Flott holl

Sigurvegari í Innanfélagsmóti Borga

Sigurvegari í höggleik án forgjafar

Sigurveigari í keppni milli maka rótarýfélaga