Borgagolf - Mýrin 15.ágúst 2022

mánudagur, 15. ágúst 2022

Borgagolf er hópur fólks úr Rótarýklúbbnum Borgum og makar þeirra sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af golfi. Mottóið er: “gaman saman”. Hugmyndin varð til í golfferðinni til Skotlands í vor. Sigurrós leiðir hópinn.

Fyrsti viðburðurinn var mánudaginn 15.ágúst og spiluðum við Mýrina á GKG. Mæting var frábær, 20 kylfingar spiluðu saman misgott golf en stemmingin var frábær í öllum hollum.

Stefnt er að Innanfélagsmóti fljótlega og það verður líklega í miðri viku á Kiðjabergi. Nánar auglýst síðar.

Þeir sem vilja vera með hafi samband við Rósu í tölvupósti sigurrosth@gmail.com eða á Facebook síðunni Borgargolf

Borgagolf : Mýrin á GKG 15.ágúst 2022

Fyrsta hollið : Gunnsteinn, Stefán,Pálína og Dillý

Sigurrós, Guðmundur, Guðrún og Snjólfur

Ágúst Ingi, Guðmundur Ásgeirs, Guðrún Ösp og Lárus Ásgeirs

Jónína, Halldór, Gunnar og Margrét Halldórs

Lilja, Heiðrún, Málfríður og Anna Linda