Jeppaferð 20. ágúst

miðvikudagur, 10. ágúst 2022

Ferðinni er heitið upp til heiða í þröngum dölum meðfram Litlu-Laxá í Hrunamannahreppi þar sem fossar og minjar blasa við augum.


Þessi ferð er meðal annars ætluð til að þjappa hópnum saman eftir fjögurra ára ferðaleysi innanlands.

Lagt verður af stað frá hefðbundnum fundarstað okkar kl. 10:00 og ekið rakleiðis að Flúðum í fyrsta áfanga. Áætlað er að ferðin í heild taki 6 til 7 tíma.

Leiðin er fær jeppum og jepplingum með fjórhjóladrifi. Ganga þar stuttan spöl að fossum í mólendi þar sem bláber eru til fóta.

Ferðalangar taki með sér nesti.

Vinsamlegast skráið ykkur í ferðina með tölvupósti til snorri.konradsson@simnet.is og getið um ­„jeppi“ – „jepplingur“ og mannfjölda.

Ennfremur er hægt að skrá sig í ferðina á rótarýfundi 18. ágúst. Þar verða frekari upplýsingar gefnar ef vill.

„Manga gefur kaffið“ eða kannski Gammel. 

Ferðanefndin


Jeppaferð 20. ágúst