Viðurkenning vegna úthlutunar úr Tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi fyrir árið 2021

laugardagur, 25. júní 2022

Á stjórnarskiptafundi Rótarýklúbbsins Borga 23. júní síðastliðinn afhenti Stefán Baldursson, fyrir hönd Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Bryndísi Guðjónsdóttur sópran viðurkenningarskjal og blóm í tilefni af styrkveitingu úr sjóðnum frá árinu 2021. Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn er veittur á hátíðartónleikum Rótarý, en fyrirhuguðum tónleikum í Hofi var frestað vegna heimsfaraldrar. Rótarýhreyfingin óskar Bryndísi velfarnaðar.

Bryndís Guðjónsdóttir sópran og Stefán Baldursson formaður stjórnarTónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi.